Skilmálar

Öll verð á Lost.is eru gefin upp með vsk.
Lost.is áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta með tilteknar vörur án nokkurs fyrirvara.
Reynt er að tryggja að allar upplýsingar á Lost.is séu réttar.
Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum eða röngum og úreltum upplýsingum.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum

Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Skilaréttur

Lost.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt.

Kaupandi getur skilað vörur til Lost.is innan 14 daga, valið nýja eða fengið endurgreiðslu, að frádregnu umsýslugjaldi, að undanskildum vörum (*).

Lost.is áskilur sér rétt til að draga frá umsýslugjald þegar vörur eru endurgreiddar. Umsýslugjald er 10% af vöruverði.

Lost.is áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í upprunalegu ástandi, til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum en ekki er skilyrði að hún sé ónotuð, að undanskildum vörum (*).

Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Einnig þurfa allir aukahlutir að fylgja með vörunni.

(*) Aðeins er tekið við þessum vörum í óopnuðum umbúðum:

Andlitsgríma Pakki með 3 grímur

Andlitsgríma svört

Andlitsgríma hvít

Andlitsgríma marglit

Andlitsgríma mynstruð hvít og svört

(*) Eftirfarandi vörur er ekki hægt að skila:

Nærfatnaður

Vörur með afslætti!

Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Lost.is endurgreiða kaupanda vöruna, að frádregnu umsýslugjaldi (10% af vöru verði), á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu* – þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkorti, niðurfellingu á Netgíró kröfu, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Lost.is sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Lost.is.

*ATH. sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Ef svo ólíklega vill til að vara er gölluð eða biluð, hafðu samband við okkur í síma 894–1825 eða sendu okkur póst í lost@lost.is og við skiptum eða látum gera við eftir því sem við á.

Greiðslumöguleikar

Lost.is býður upp á þrjá greiðslumöguleika:

  1. Millifærsla- Upplýsingar um reikningsnúmer koma fram á staðfestingu pöntunar, sem einnig er send kaupanda með tölvupósti. Þegar greiðsla hefur verið staðfest er varan send til kaupanda með pósti.
  2. Kreditkort- Greiðslusvæðið er varið með dulkóðun. Sé valið að greiða með kreditkorti færist viðskiptavinur sjálfkrafa yfir á öruggt svæði hjá Borgun, þar sem gengið er frá greiðslunni. Hægt er að sjá þau kort sem hægt er að greiða með á vef Borgunar.
  3. Sækja – Hægt er að panta vörur á Lost.is og sækja þær til okkar á skrifstofunni að Malarhöfða 2, 110 Reykjavík alla virka daga milli 11.00 og 17.00 og greiða fyrir þær á staðnum.

Athugið! Lost.is afgreiðir eingöngu pantanir sem greitt hefur verið fyrir, nema samið hafi verið um annað. Því er mjög mikilvægt að ganga strax frá millifærslu að pöntun lokinni ef sá greiðslukostur hefur verið valinn.

Íslandspóstur eða Lost.is sjá um sendingar pantana. Því gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu. 

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Reign ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Varnarþing Reign ehf er í Reykjavík.

Ef spurningar vakna biðjum við ykkur að senda okkur tölvupóst á netfangið lost@lost.is og við reynum að svara fyrirspurnum innan 24 tíma.