PANTANIR OG SENDINGAR

Auðvitað!

Einnig er hægt að sækja vörur sem pantaðar eru á Lost.is á skrifstofu Lost.is. Skrifstofan er til húsa hjá Saumastofu Íslands að Malarhöfða 2, 110 Reykjavík. Afgreiðslan þar er opin alla virka daga frá 11.00-17.00.

Pantanir sem gerðar eru á Lost.is fara á pósthús innan tveggja virka daga frá staðfestingu á greiðslu, á kostnað kaupanda (nema að annað sé tekið fram). Samkvæmt upplýsingum á posturinn.is: Bréfum er dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu. Að jafnaði eru bréf borin út til viðtakenda á tímabilinu 9:00-17:00 frá mánudegi til föstudags.

Einnig er hægt að fá að sækja pantanir á skrifstofu Lost.is, á opnunartíma Saumastofu Íslands, Malarhöfða 2, 110 Reykjavík, sem er alla virka daga frá kl. 11.00-17.00, sé þess óskað (þarf að vera tekið fram í skilaboðum). ATH. pantanir sem sóttar eru á Saumastofu Íslands eru alla jafna tilbúnar til afhendingar tveimur virkum dögum eftir að pöntun var lögð inn.

Lost.is sendir allar vörur með Póstinum. Hægt er að skoða verðskrá Póstsins hér: https://www.postur.is/media/3266/verdskra_feb2018_web.pdf

Lost.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt.

Kaupandi getur skilað vörur til Lost.is innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda, að frádregnu umsýslugjaldi, að undanskildum vörum (*).

Lost.is áskilur sér rétt til að draga frá umsýslugjald þegar vörur eru endurgreiddar. Umsýslugjald er 10% af vöruverði.

Lost.is áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í upprunalegu ástandi, til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum en ekki er skilyrði að hún sé ónotuð, að undanskildum vörum (*).

Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Einnig þurfa allir aukahlutir að fylgja með vörunni.

(*) Aðeins er tekið við þessum vörum í óopnuðum umbúðum:

Andlitsgríma Pakki með 3 grímur

Andlitsgríma svört

Andlitsgríma hvít

Andlitsgríma marglit

Andlitsgríma mynstruð hvít og svört

(*) Eftirfarandi vörur er ekki hægt að skila:

Nærfatnaður

Vörur með afslætti!

Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Lost.is endurgreiða kaupanda vöruna, að frádregnu umsýslugjaldi (10% af vöru verði), á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu* – þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkorti, niðurfellingu á Netgíró kröfu, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Lost.is sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Lost.is.

*ATH. sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur

Það er opið allan sólahringinn fyrir pantanir á Lost.is.

Hægt er að fá að sækja vörur sem eru pantaðar á Lost.is á skrifstofu Lost.is. Skrifstofan er til húsa hjá Saumastofu Íslands að Malarhöfða 2, 110 Reykjavík. (Ath. þarf að vera tekið fram í skilaboðum þegar pöntun er gerð).

Saumastofa Íslands er með opið alla virka daga frá kl.11.00-17.00

Lost.is sendir allar vörur með Póstinum.

Hægt er að skoða verðskrá Póstsins hér:

https://posturinn.is/media/ltajafgh/2021_pakkar-til-%C3%BAtlanda_ver%C3%B0skr%C3%A1.pdf

GREIÐSLUR OG GREIÐSLUÖRYGGI

Þú borgar eins og þér þykir þægilegast.

  • Með kreditkorti (Visa, Mastercard og AmEx) þegar þú gengur frá kaupum á vefnum.
  • Með Netgíró (kortalaus viðskipti) þegar þú gengur frá kaupum á vefnum.
  • Með Bankamillifærslu, valið þegar þú gengur frá kaupum á vefnum.
  • Þegar þú sækir vöru á skrifstofu Lost.is (með korti eða peningum).
  • Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró og kreditkortum.

Já, þú getur treyst Lost.is.

Lost.is starfar eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð og vörslu slíkra upplýsinga til að tryggja öryggi viðskiptavina.

Ekki örvænta! Ef svo ólíklega vill til að vara sem þú færð er gölluð eða biluð, hafðu samband við okkur í síma 894–1825 eða sendu okkur póst í lost@lost.is og við skiptum eða látum gera við eftir því sem við á.

Hjá Lost.is er ekkert mál að skila eða skipta. Við hugsum í lausnum.

Það er ekkert mál að breyta eða hætta við pöntun innan 24 klst frá því að pöntun hefur verið móttekin. Hafðu samband við okkur í síma 894-1825 eða í lost@lost.is

Lost.is notar örsmáar textaskrár, svo kölluð fótspor (e. cookies), til að auðvelda viðskiptavinum að nota og versla á síðunni. Þegar viðskiptavinir heimsækja vefsíðuna okkar úr snjalltæki eða tölvu sendum við fótspor í tækin til að gera upplifun viðskiptavina ánægjulegri.

Fótspor safna ekki upplýsingum til að auðkenna einstaklinga en sækja almennar upplýsingar um notendur, s.s. hvaðan þeir koma á síðuna og almennar upplýsingar um staðsetningu tækjanna.

Lost.is notar fótspor til að fylgjast með frammistöðu síðunnar, muna kjörstillingar notenda, t.d. hvað þeir skoða eða kaupa í þeim tilgangi að auðvelda greiningu og velja efni sem er viðeigandi fyrir þá.

Hvað ef ég vil ekki fótspor?

Hægt er að loka á notkun fótspora í vafranum sem notaður er til að heimsækja Lost.is. Þá þarf að fara í stillingar vafrans. Á AboutCookies.org má finna ítarlegar upplýsingar um hvernig hægt er að hafa umsjón með og stilla fótspor í vöfrum.