Að versla á lost.is
Þegar komið er á síðuna þá opnast margir gluggar með myndum þessir gluggar eru eins og hurðir inn í mismunandi deildir verslunarinnar. Þegar smellt er á mynd inn í þá deild sem þú hefur áhuga á að skoða þá opnast þar síða með fleiri myndum, sem líka þarf að smella á. Í sumum deildum er flokkað í marga vöruflokka en svona getur þú haldið áfram, svo getur þú að auki notað valmöguleikana sem eru til vinstri á síðunni. Þú getur séð nánari upplýsingar og stærri mynd á þeirri vöru sem þú hefur áhuga á að panta með því að smella á annað hvort mynd eða upplýsingar vörunar og þegar þú ert kominn „inn í“ vöruna getur þú pantað og sent inn spurningar í sambandi við vöruna.
Ef þú ert skráð/skráður inn og hefur reynslu af vörunni er þér boðið að gefa henni umsögn og einkunn.
Þegar þú hefur ákveðið þig með eitthverja vöru þá getur þú sett það í körfuna með einum smell og haldið áfram að skoða, í körfuna má bæta við vörum þar til þú er tilbúin að ganga frá pöntuninni. Í körfunni getur þú eytt út og aukið fjölda vöru sem er þegar þar. Þegar smellt er á „ganga frá“ hnappin þá opnast síða sem þú getur skráð þig inná ef þú ert ekki þegar skráður inn (Smellir á „Nýr notandi? Vinsamlegast skráðu upplýsingar fyrir pöntun.“). Svo smellir þú á „staðfesta pöntun“ þegar þú ert full viss um að upplýsingarnar eru réttar og svo er smellt á „Borga með greiðslukorti“ til að greiða pöntun þína ef þú hefur valið að greiða með kretidkorti.
Svo sendum við þér vörurnar sem þú pantaðir eins fljótt og auðið er! ATH! Hægt er að reikna sendingarkostnað hér: Reiknivél
Eða velur „Sækja pöntun..“ og kemur til okkar hér í Lost, sækir pöntun þína og borgar á staðnum!
Ef þú þarf að koma eitthverjum upplýsingum að afgreiðslufólki þá getur þú notað flippan „Hafa samband“ sem er staðsetur efst á síðunni eða hringt í síma: „894-1825“